Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Hlaupagikkur ?>

Hlaupagikkur

  Ég fór út að skokka eftir vinnu í dag. Ótrúlegt en satt. Ég hef farið þrisvar út að skokka á síðustu fimm dögum. Ég hef hlaupið fjóra kílómetra í hvert sinn. Þetta er tvímælalaust reglulegasta líkamsrækt sem ég hef stundað síðustu ár. Til þess að halda upp á þessi tímamót ætla ég að taka mér frí frá heilsurækt þar til á sunnudaginn. Svo er bara að bíða og sjá hvort mér tekst þá að hrinda af stað næsta áfanga…

Read More Read More

Samlegðaráhrif ?>

Samlegðaráhrif

  Allt frá því að google keypti blogspot hef ég verið að spá í hvað það er sem google græðir á þessu. Mér hefur dottið ýmislegt í hug. Til dæmis að það sé mikið hagræði fyrir google að geta uppfært efnisorðaskrána (e. index) sína um leið og bloggverjar bæta við færslu, í stað þess að þurfa að uppfæra samkvæmt upplýsingum frá vefköngulónum sínum (e. webspiders). Í dag kom ég auga á önnur samlegðaráhrif þessara fyrirtækja. Google hefur sérþekkingu í að…

Read More Read More

Heilsuátak ?>

Heilsuátak

  Ég gat ekki hugsað mér að eyða öðrum góðviðrisdegi innan dyra. Ég fór því út að skokka. Þar með hleypti ég af stað nýju heilsuátaki. Í minni orðabók þýðir heilsuátak að hreyfa sig reglulega í um það bil viku, hreyfa sig síðan óreglulega í nokkra mánuði uns ákveðið er að byrja nýtt heilsuátak. 

Gott veður ?>

Gott veður

  Í dag var glampandi sólskin og gott veður. Þess vegna fannst mér tilvalið að eyða öllum deginum utan dyra, fá mér langan hjólatúr út fyrir borgina og njóta sólskinsins. Þar sem ég var hins vegar ekki enn búinn að ná úr mér kvefninu sem ég nældi mér í á Ísland þá ákvað ég að eyða deginum innan dyra, sækja um námsstyrk og eyða svo restinni á netinu. Ég fékk mér þó smá göngutúr út í búð til að kaupa…

Read More Read More

Fyrirlestrar ?>

Fyrirlestrar

  Ég fór á tvo fyrirlestra í dag sem báðir fjölluðu um hvernig hægt væri að gera uppfærslu upplýsingakerfa eins sjáfvirka og kostur er. Fyrirlesararnir tilheyrðu hvor sinni kynslóðinni. Sá fyrri hafði unnið með tölvur í hálfa öld en sá seinni um það bil tveimur of hálfum áratug skemur. Það var fleira en aldurinn sem greindi mennina tvo að. Þeir höfðu mismunandi tillögu um það hvar og hvernig ætti að innleiða sjálfvirkni í uppfærslu upplýsingakerfa. Sá fyrri lagði mesta áherslu…

Read More Read More

Varanlegt bráðabrigða dvalarleyfi ?>

Varanlegt bráðabrigða dvalarleyfi

  Útlendingaeftirlitið er búið að vera síðan um miðjan desember að melta umsókn mína um dvalarleyfi. Í dag var ég kallaður á teppið til að sýna þeim launaseðla, ráðningarsamning og sjúkratryggingu. Eftirlitið rukkaði mig um tuttuguogsex evrur en gaf mér í staðinn nýtt bráðabrigða dvalarleyfi sem gildir í næstu sex mánuði. Ég skil nú ekki alveg af hverju, því að gamla bráðabrigða dvalarleyfið rennur ekki út fyrr en um miðjan maí. En þetta nýja leyfi gefur þeim tíma fram í…

Read More Read More

Aftur í vinnuna ?>

Aftur í vinnuna

    Ég held að fólk hafi almennt verið ánægt að sjá mig þegar ég snéri aftur til vinnu eftir viku frí. Einna ánægðastur var líklega kennari námskeiðsins Automated Reasoning. Hann afhenti mér stafla af heimadæmum til að fara yfir, ánægður með að þurfa ekki að gera það sjálfur. Ég held að nemendur námskeiðsins hafi líka verið ánægðir því að ég gaf næsutm öllum tíu. Það var þó ekki við mig að sakast í þeim efnum. Krakkaskrattarnir gerðu barasta næstum…

Read More Read More

Veggspjaldsvinnu lokið ?>

Veggspjaldsvinnu lokið

  Við kláruðum í kvöld veggspjaldið fyrir SIGIR 2003 ráðstefnuna. Nú er bara að bíða vona að spjaldið verði samþykkt. Ég fer í fríið Til þess að halda upp á það hversu duglegur ég er búinn að vera í vinnunni undanfarið þá ætla ég að taka mér vikufrí. Fríið ætla ég að nota til að skreppa til útlanda. Útlandið sem varð fyrir valinu er Ísland.

Stoppaður af löggunni ?>

Stoppaður af löggunni

  Leið mín heim úr vinnunni liggur um brú yfir ána Amstel. Þegar ég kom að brúnni var hún upphafin til þess að hleypa skipi niður ána. Ég nennti ekki að bíða eftir að skipið sigldi hjá og ákvað því að hjóla meðfram ánni, upp að næstu brú. Ég hafði ekki hjólað lengi áður en að ég var stoppaður af löggunni. Hún var að sekta fólk fyrir að hjóla ljóslaust. Ég var með ljós að aftan en framljósið mitt er…

Read More Read More

Úr einu í annað ?>

Úr einu í annað

  Dagurinn í dag var afar ruglingslegur. Ég var allan morguninn djúpt sokkinn í vinnu við veggspjald sem ég þarf að klára á föstudag. Rétt eftir hádegi fékk ég tölvupóst frá nemanda þar sem hann spurði mig út í efni fyrirlestrar sem ég gaf fyrir tæpum tveimur vikum. Ég tók mér því hlé frá veggspjaldinu og reyndi að finna svar við spurningu nemans. Mér tókst ekki að finna svarið áður en að kennslustund í námskeiðinu Probabilistic Grammars and Data Oriented…

Read More Read More