Veggspjald í Kanada
Ég fékk í dag tölvupóst frá einum umsjónarmanni SIGIR 2003 ráðstefnunnar. Það var tilkynnt að veggspjald, sem ég og samstarfsmenn mínir sendum inn, hefði verið samþykkt. Spjaldið mun því verða til sýnis á meðan ráðstefnan varir. Þetta voru afar góðar fréttir fyrir okkur. Þær gerast ekki stærri en þessi, ráðstefnurnar um upplýsingaöflun. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Toronto í Kanada um mánaðamót júlí og ágúst. Til tals hefur komið að ég fylgi spjaldinu vestur um haf. Ég…