Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Veggspjald í Kanada ?>

Veggspjald í Kanada

  Ég fékk í dag tölvupóst frá einum umsjónarmanni SIGIR 2003 ráðstefnunnar. Það var tilkynnt að veggspjald, sem ég og samstarfsmenn mínir sendum inn, hefði verið samþykkt. Spjaldið mun því verða til sýnis á meðan ráðstefnan varir. Þetta voru afar góðar fréttir fyrir okkur. Þær gerast ekki stærri en þessi, ráðstefnurnar um upplýsingaöflun. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Toronto í Kanada um mánaðamót júlí og ágúst. Til tals hefur komið að ég fylgi spjaldinu vestur um haf. Ég…

Read More Read More

Aprílhlaup ?>

Aprílhlaup

  Ég hljóp í dag apríl. Fjóra kílómetra í grenjandi rigningu. Þetta heilsuátak mitt er nú orðið tveggja og hálfrar viku gamalt. Það er nokkuð ljóst að ég stefni hraðbyri á persónulegt met hvað lengd heilsuátaka varðar. Svo lygileg er þessi lengd að ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þetta væri aprílgabb. Þetta er hins vegar dagsatt, enda myndi mér aldrei detta í hug að skrifa bull og vitleysu í dagbókina mína. Ekki einu sinni á 1.apríl….

Read More Read More

Nu moet ik Nederlands leren ?>

Nu moet ik Nederlands leren

  Nú er kominn tími á að læra smá hollensku. Ég fór í dag í próf til að ákvarða hversu mikið ég kynni í málinu. Prófið skiptist í fjóra þætti. Fyrsti hlutinn fólst í að fylla í eyður. Þrír valmöguleikar voru gefnir fyrir hverja eyðu. Mér fór þetta verk vel úr hendi. Ég gerði þó eina klaufavillu. Næsti hluti fólst einnig í að fylla í eyður. Nú voru hins vegar engir valmöguleikar gefnir. Ég stóð mig ekki eins vel í…

Read More Read More

Framfærsla ?>

Framfærsla

  Ég hef haft mikið fram að færa í dag. Í nótt var nefnilega skipt yfir í sumartíma hér í Hollandi. Ég þurfti því að færa allar klukkur og úr fram um eina klukkustund. Upplýsingaöflun á íslensku Ég uppfærði rannskóknarsíðuna mína í dag. Ég bætti við smá kafla um upplýsingaöflun á íslensku. Þar lýsi ég hvað ég myndi gera ef ég rannsakaði upplýsingaöflun á íslensku. Það sem tilfinnanlega vantar fyrir rannsóknir á upplýsingaleit á íslensku er textasafn sem inniheldur íslenska…

Read More Read More

Skotland – Ísland ?>

Skotland – Ísland

  Ég varð fyrir vonbrigðum með að BBC ákvað að sýna frekar frá landsleik Skota í ruðningi í stað þess að sýna leik Skota og Íslendinga í fótbolta. Ég ákvað því að fara á sjónvarpsstöðva flakk til þess að reyna að finna einhvern annan fótboltaleik. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar þulurinn á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF tilkynnti að brátt yrði skipt yfir til Glasgow þar sem væri að hefjast leikur Skota og Íslendinga. Ég var afar ánægður með þá…

Read More Read More

Notkun málmódela í XML upplýsingaleit ?>

Notkun málmódela í XML upplýsingaleit

  Nú er að verða nokkuð ljóst hvaða stefnu ég mun taka í rannsóknum mínum. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að ég muni sérhæfa mig í aðlögun málmódela (e. language models) að upplýsingaleit í XML skjölum. Málmódel eru afar vinsæl þessa dagana í upplýsingaleitar heiminum. Eftir að hafa reynst vel í talmálsgreiningu (e. speech recognition) hefur málmódelum vaxið fiskur um hrygg. Þau eru meðal annars notuð í setningarhlutagreiningu, rithandargreiningu, o.fl. Í talmálsgreiningu eru módelin notuð til…

Read More Read More

Óvæntur glaðningur ?>

Óvæntur glaðningur

  Ég fékk í dag óvæntan glaðning frá hollenska útlendingaeftirlitinu. Ég fékk dvalarleyfi sem heimilar mér að dvelja hér næstu fimm árin. Gildistíminn kom mér á óvart því að ég hafði heyrt að slík leyfi væru aðeins gefin út til eins árs í senn. Lengdina má ég líklega þakka samningnum um hið evrópska efnahassvæði. Á leyfinu er sérstaklega tekið fram að ég sé geementschapsonderdaan, sem samkvæmt orðabók þýðir að ég sé hluti samfélagsins. Hvað sem það þýðir nú í lagalegum…

Read More Read More

Af hundalífi ?>

Af hundalífi

  Margir íbúar Amsterdam eiga hunda. Eigendurnir eru duglegir við að viðra dýrin. Þeir eru hins vegar ekki eins duglegir við að þrífa upp afturafgöngur dýranna. Það er því eins gott að hafa augun hjá sér þegar gengið er um stræti og ég tala nú ekki um þegar lagst er í sólbað á grasbala. Svo virðist þó sem að nokkrir íbúar við árbakka Amstel hafi fengið sig fullsadda af hundaskít. Það er að segja þeir hafa fengið sig fullsadda af…

Read More Read More

Lappað upp á vef ?>

Lappað upp á vef

  Eins og glöggir lesendur sjá þá lappaði ég eilítið upp á vefsíðuna mína í dag. Hönnun síðunar tók mið af Konqueror vafranum því að það er eini vafrinn sem ég hef sett upp fyrir Linux. Til þess að setja vefinn út á netið þurfti ég að ræsa vélina upp í Windows ham því að ég hef ekki enn fengið Linux til að tala við netkortið mitt. Áður en að ég flutti vefinn ákvað ég að athuga hvernig hann liti…

Read More Read More

Fagur fuglasöngur ?>

Fagur fuglasöngur

  Það var gaman að vakna í morgun við fagran fuglasöng. Það er einstaklega skemmtilegt að hafa stórt  tré fyrir utan gluggann. Þar geta fuglar setið og haldið morguntónleika fyrir mig á meðan ég snæði morgunmat. Ljótur fuglaskítur Það var ekki gaman að koma að hjólinu mínu í morgun. Hjólagrindin er beint undir stóra trénu fyrir framan húsið þar sem ég bý. Þó fuglar skemmti mér yfir morgunmatnum þá er mér ekki skemmt yfir morgunmat fugla. Allavegana ekki eftir að…

Read More Read More