Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Setningarhlutagreining ?>

Setningarhlutagreining

  Á miðvikudaginn á ég að halda fyrirlestrur í námskeiðinu Probablisitic Grammars and Data Oriented Parsing. Fyrirlesturinn á að vera um sjálfvirka setningarhlutagreiningu (e. part of speech tagging). Ég mun fjalla um tvær aðferðir, Memory-Based Learning og Transformation-Based Learning. Ég eyddi deginum í dag í að undirbúa fyrirlesturinn. Megnið af deginum fór í að undirbúa MBL hlutann. TBL bíður morgundagsins. Setningarhlutagreining á íslensku Til þess að geta talist hafa lokið námskeiðinu á sómasamlegan hátt þarf ég skrifa ritgerð. Þar ætla…

Read More Read More

Linux uppfærður ?>

Linux uppfærður

  Ég eyddi páskahelginni í að uppfæra linuxinn á tölvunni minni. Það gekk svona upp og ofan að koma kerfinu í gang. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi farið nákvæmlega eftir bókinni í uppfærslunni. En mér tókst þó á endanum að fá kerfið til að þýðast mér. Núna er ég því kominn með útgáfu 3.0 af Debian Linux og útgáfu 2.4 af Linux kjarnanum.

Kvartað undan skorti á kvörtunum ?>

Kvartað undan skorti á kvörtunum

  Nefnd á vegum rökfræðideildarinnar fundar árlega með doktorsnemum til að tryggja að allt gangi fyrir sig eins og best verður á kosið. Nefndin gengur úr skugga um að framgangur rannsókna sé sem skyldi og nemendum gefst tækifæri á að kvarta undan lélegri leiðsögn, táfýlu á skrifstofunni eða öðru sem plagar þá. Fundur minn með nefdinni var heldur tíðindalítill. Það var helst að nenfdin kvartaði undan því að ég hafði ekki yfir neinu að kvarta. Hollenskunámskeið Ég fór í kvöld…

Read More Read More

Kominn á rétta hlaupabraut ?>

Kominn á rétta hlaupabraut

  Hlaupaprógrammið mitt riðlaðist í síðustu viku (hlaupavikan mín nær frá sunnudegi til laugardags). Ég hljóp einungis tvisvar og ekki nema átta kílómetra samtals. Ég vona að ég nái að gera betur í þessari viku. Ég byrjaði allavegana ágætlega. Hljóp í dag rúmlega fimm kílómetra. Ef það hefði ekki verið nóg þá hefði ég getað horft á beinar útsendingar frá tveimur maraþonum í sjónvarpinu, Lundúnamaraþoninu og Rotterdammaraþoninu. Ég var hins vegar búinn að fá ná nóg af hlaupum og lét…

Read More Read More

CLEF ?>

CLEF

  Ég fundaði í dag með þeim vinnufélögum mínum sem fást við upplýsingaleit. Þar var fjallað um ýmis mál, s.s. rússnesku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, hollensku, finnsku og sænsku. Mál málanna var samt sem áður að ákveða í hvaða greinum CLEF upplýsingaleitarkeppninnar við ætlum að taka þátt. Niðurstaðan varð sú að við stefnum að því að taka þátt í allflestum greinunum. Við munum meðal annars keppa í upplýsingaleit á ofangreindum tungumálum.

Veðurfréttir ?>

Veðurfréttir

  Heiðskýrt, skyggni ágætt og hiti 12 gráður. Svona mætti lýsa veðrinu inni í herberginu mínu þegar ég skreið út úr svefnpokanum mínum í morgun. Kyndingin var ekki komin í lag. Í ákvað því að sleppa hinu venjulega morgunkaffi og vefrápi og drífa mig í hlýjuna á skrifstofunni minni. Ég stal rafmagnshitara vinnufélaga míns og tók með mér heim að vinnudegi loknum. Það er mikill munur að hafa herbergishita í herberginu mínu.

Kynding horfin á ný ?>

Kynding horfin á ný

  Í byrjun janúar fór húseigandinn í frí og skrúfað var óvart fyrir kyndinguna. Nú er eigandinn aftur á bak og burt. Aftur er kyndingin á bak og burt. Þó ekki sé eins kalt núna og var í janúar þá fer hitinn samt niður fyrir frostmark á næturnar. Herbergi með stóran glugga úr einföldu gleri er fljótt að kólna þegar frost er úti og kyndingar nýtur ekki við.

Persónulegt maraþon met ?>

Persónulegt maraþon met

  Eftir því sem ég best veit þá hef ég í dag sett persónulegt met í maraþonhlaupi. Nánar tiltekið hef ég hlaupið 43 kílómetra á rétt rúmlega þremur vikum. Til samanburðar má geta þess að heimsmetið í maraþonhlaupi er tvær klukkustundir fimm mínútur og þrjátíuogátta sekúndur. Þetta er kannski ekki sanngjarn samanburður því að alvöru maraþonhlaup eru ekki nema 42 kílómetrar. Til þess að geta gert nákvæman samanburð þarf ég að áætla minn tíma ef ég hefði, líkt og flestir…

Read More Read More