Smá krókódílar og risa mauraætur
Ég stökk á fætur þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan hálf-sex og gerði mig klárann fyrir fyrsta daginn í Pantanal náttúruverndarsvæðinu. Eftir morgunmatinn var haldið í bátsferð á Svartá (Río Negro) — ánna sem liggur um lendur búgarðsins Barranco Alto. Við ánna er blómlegt dýralíf. Það er allt morandi í cayman smá krókódílum og fuglum í öllum stærðum, litum og gerðum. Við sáum einnig heilmikið af capybara, stærsta nagdýri heims. Á gönguferð skammt frá árbakkanum sáum við fersk spor eftir cacareco, brasilískan…