Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Smá krókódílar og risa mauraætur ?>

Smá krókódílar og risa mauraætur

Ég stökk á fætur þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan hálf-sex og gerði mig klárann fyrir fyrsta daginn í Pantanal náttúruverndarsvæðinu. Eftir morgunmatinn var haldið í bátsferð á Svartá (Río Negro) — ánna sem liggur um lendur búgarðsins Barranco Alto. Við ánna er blómlegt dýralíf. Það er allt morandi í cayman smá krókódílum og fuglum í öllum stærðum, litum og gerðum. Við sáum einnig heilmikið af capybara, stærsta nagdýri heims. Á gönguferð skammt frá árbakkanum sáum við fersk spor eftir cacareco, brasilískan…

Read More Read More

Afmæli í Brasilíu ?>

Afmæli í Brasilíu

Ég var í skýjunum með það að halda upp á afmælið mitt í Brasilíu. Þess vegna ákvað ég að halda upp á það að nokkru leyti í skýjunum. Ég byrjaði daginn á því að pakka saman föggum mínum og halda út á fugvöllinn í São Paulo. þar sem ég hafði mælt mér mót við vinafólk mitt sem komu með flugi frá Þýskalandi fyrr um daginn. Við flugum saman í vestur til borgarinnar Campo Grande sem er ekki ýkja langt frá…

Read More Read More

São Paulo Tvíæringurinn ?>

São Paulo Tvíæringurinn

Fyrsti morguninn minn í São Paulo hófst á því að heilsa upp á gamla kunningja. Melónu og papaya. Það var einmitt í Brasilíu fyrir sjö árum síðan, í Lençois þjóðgarðinum vestan við Salvador de Bahia, sem ég sannfærðist um ágæti þess að borða ávexti í morgunmat. Eftir morgunmatinn hófst ég handa (eða réttara sagt fóta) við að endurnýja kynni mín af borginni. Ég rölti, í gegnum rigningarúðann, niður Avenida Paulista og alla leið að Parque do Ibirapuera, sem er almenningsgarður…

Read More Read More

Suður Ameríka ?>

Suður Ameríka

Lagði land undir væng í dag og ferðaðist u.þ.b. níuþúsund kílómetra í suðvestur. Eftir rúmlega ellefu tíma flug lennti ég á alþjóðaflugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu. Borgin er fyrsti viðkomustaður minn í mánaðarlöngu ferðalagi um Suður Ameríku. Þar sem þetta er í annað sinn sem ég heimsæki heimsálfuna, landið og borgina þá hefur umhverfið enn sem komið er komið kunnuglega fyrir sjónir. Það mun hjálpa mér við að laga mig að Suður Amerískum lífsstíl. Þegar ég stillti úrið mitt…

Read More Read More

Bókatíðindi ?>

Bókatíðindi

Betra er seint en aldrei í rassinn gripið segir máltækið kannski ekki alveg. Því er hins vegar ekki að neita að ég er heldur seinn að segja dagbókinni í lok október fréttir af því sem ég var að dunda mér við í sumar. Ég tók mér langt sumarfrí frá tölvuheiminum og lét gamlan draum rætast. Ég gaf út mína fyrstu bók. Bókin ber nafnið 999 Erlendis (999 Abroad á ensku) og er safn smásagna sem ég hef verið að dunda…

Read More Read More

Marxa Gràcia Montserrat ?>

Marxa Gràcia Montserrat

Ég hef það fyrir satt að hreyfing og útivera sé holl og góð fyrir líkama og sál. Það jafnast fátt við að fá sér hressandi göngutúr úti í náttúrinni, liðka líkamann og njóta útsýnisins. Ég er þó ekki viss um að göngutúr helgarinnar geti fallið undir þessa skilgreiningu á heilsubætandi hreyfingu. Göngutúrinn var heldur þreytandi, líkaminn tiltölulega striður í lokin og útsýnið af skornum skammti. Gangan hófst á ráðhústorgi Gràcia hverfis í Barcelona klukkan fimm síðdegis á laugardegi. Eftir að…

Read More Read More

Af hlaupum og töflureiknum ?>

Af hlaupum og töflureiknum

Frá mínu sjónarhorni var árið 2006 hlaupár. Í byrjun ársins skrapp ég í búð og keypti mér nýja hlaupaskó. Næstu mánuði fór ég reglulega út að hlaupa. Með fáum undantekningum þá hljóp ég þrisvar sinnum í viku og jók smám saman vegalengdina sem ég gat hlaupið samfellt. Þá um haustið kórónaði ég árið með því að hlaupa mitt fyrsta hálfmaraþon. Frá árinu 2006 hef ég farið all nokkrum sinnum út að skokka. Ég hef hlaupið ein fjögur hálfmaraþon og nokkur…

Read More Read More

Mynnisleysi ?>

Mynnisleysi

Í morgun sat ég með rauðan penna í hönd og las yfir handrit að smásagnasafninu mínu. Neðst á einni blaðsíðunni kom ég auga á orðið mynnisleysi. Rauði penninn fór á flug og skipti ufsiloninu út fyrir einfaldari staf. Þó ég væri að vissu leyti sáttur við það að nú væri einni stafsetningarvillunni færra í handritinu þá sá ég samt sem áður á eftir mynnisleysinu.  Mér fannst eitthvað svo fallegt við orðið. Það væri synd að láta það fara til spillis….

Read More Read More

Er stysta röðin ávallt best? ?>

Er stysta röðin ávallt best?

Ég flaug í dag frá Barcelónu til Madrídar. Líkt og fyrri daginn þá spurði ég mig áleitinnar spurningar við innritunarborðið. Að þessu sinni spurði ég mig hvort stysta röðin væri ávallt sú besta. Ég spurði mig þessarar spurningar eftir að hafa valið stystu röðina við innritunarborðin. Við borðið stóðu kona og lítil stúlka. Fyrir framan mig í röðinni var portúgalskt par. Það var allt og sumt. Það gekk hægt að rita inn konuna og stúlkuna. Konan sem vann við innritunarborðið…

Read More Read More

700 grömm af heilbrigðri skynsemi ?>

700 grömm af heilbrigðri skynsemi

Ég flaug um daginn með easyJet frá London til Barcelona. Sú flugferð fékk mig til þess að velta fyrir því vægi sem reglur hafa í okkar daglega lífi á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Við innritunarborðið var mér tjáð að ferðataskan mín væri of þung — 21,6 kíló — 1,6 kílóum yfir hámarksþyngd. Í stað þess að rukka mig þegar í stað þá spurði stafsmaðurinn við innritunarborðið hvort ég gæti ekki flutt eitthvað úr ferðatöskunni yfir í handfarangurinn minn. ,,Rúmt eitt og…

Read More Read More