Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Í fótspor Maradona ?>

Í fótspor Maradona

Eftir morgunkaffið fetaði ég í fótspor Diego Armando Maradona og fékk mér göngutúr um La Boca hverfið í Buenos Aires. Líkt og fótboltakappinn þá hefur La Boca hverið sínar björtu hliðar sem og sínar skuggahliðar. Hverfið var upprunalega byggt fyrir ítalska verkamenn og er eitt af fátækari hverfum borgarinnar. Hluta hverfisins er vel haldið við og er eins konar Árbæjarsafn með skrautlega máluðum, uppgerðum húsum, veitingastöðum, minjagripaverslunum, sölubásum og hverju öðru sem á að höfða til ferðamanna. Aðrir hlutar hverfisins…

Read More Read More

Stór borg í litlum heimi ?>

Stór borg í litlum heimi

Ég byrjaði daginn á því að fá mér handahófskenndan göngutúr um San Telmo hverfið í Buenos Aires. Þegar ég heimsæki stórborgir þá þykir mér fátt skemmtilegra en að rölta um af handahófi milli þess sem ég sest niður til þess að seðja þorsta, hungri og tjáningarþörf. Upp úr miðjum morgni gékk ég fram á afar huggulegt kaffihús sem bar það skemmtilega nafn La Poesía. Þó ég sé meira fyrir prósa en póesíu þá fannst mér þetta tilvalinn staður til þess…

Read More Read More

Buenos Aires ?>

Buenos Aires

Ég opnaði augun og horfði út um glugga rútunnar sem renndi inn í sólarupprásina og í áttina til Buenos Aires. Tuttugu mínútum fyrir sjö renndum við inn á umferðarmiðstöð sem var svo stór að það gat varla verið um annað að ræða en að við værum komin til höfuðborgarinnar. Ég hikaði eilítið áður en ég steig út úr rútunni og spurðist fyrir um það hvar við værum til þess að fullvissa mig um það hvort það gæti verið rétt að…

Read More Read More

Alta Gracia ?>

Alta Gracia

Ég skrapp ásamt gestgjöfum mínum til bæjarins Alta Gracia sem er um þjátíu kílómetrum sunnan við Córdoba. Bærinn er aðallega þekktur fyrir tvennt. Annars vegar er þar gamalt klaustur jesúíta sem hefur verið breytt í safn. Hins vegar er það æskuheimili Ernesto ,,Che´´ Guevara sem hefur einnig verið breytt í safn. Jesúíta klaustrið hafði til sýnis samsafn af munum frá tímum jesúítanna á sautjándu og átjándu öld, auk muna frá hefðarfólki sem breytti klaustrinu í híbýli sín síðar. Á æskuheimili…

Read More Read More

Córdoba ?>

Córdoba

Rútan renndi inn á umferðarmiðstöðina í Córdoba um hálf-tíu leytið — einum og hálfum tíma á eftir áætlun — tæpum sólarhring eftir að lagt var af stað frá Puerto Iguazú. Þrátt fyrir að ferðin hafi verið löng þá leið tíminn hratt þar sem ég hafði ýmislegt fyrir stafni. Milli þess sem ég blundaði þá las ég í Ógnarmána Elí Freyssonar, skrifaði dagbókarfærslur fyrir dvöl mína við Iguazú fossana og rabbaði af og til við sessunaut minn. Sessunautur minn var frá…

Read More Read More

Cataratas de Iguazú ?>

Cataratas de Iguazú

Í dag var kominn tími á það að skoða Iguazú fossana frá argentínska bakka árinnar. Eins og ég varð fyrir vonbrigðum með fossana á brasilíska bakkanum þá varð ég fyrir þveröfugum hughrifum við fossana Argentínu megin. Ég byrjaði á að virða fyrir mér fossana frá efri brún Djöflagljúfurs (Garganta del Diablo). Satt best að segja var það eitt magnaðasta fyrirbæri sem ég hef augum litið. Þvílíkur kraftur sem er í fossunum þar sem vatnið steypist fram af brúninni. Tilfinningunni verður…

Read More Read More

Itaipu ?>

Itaipu

Í dag lá leiðin að landamærum Brasilíu og Paraguay til þess að skoða eina af stærri vatnsaflsvirkjunum heimsins — Itaipu virkjuninina. Ég hafði fyrirfram hugsað mér að fara í allsherjar túr um virkjunina og skoða hana bæði að utan sem innan. Ég var hins vegar heldur seint á ferðinni og hafði ekki pantað neitt fyrirfram. Þess vegna bauðst mér einungis að fara í allherjartúr seinnipart dags. Þar sem ég hætti þar með á að missa af síðasta strætisvagninum til Argentínu…

Read More Read More

Foz do Iguaçu ?>

Foz do Iguaçu

Um miðjan morgun renndi rútan inn á umferðarmiðstöðina í Foz do Iguaçu og ég gerðist aftur ferðamaður eftir að hafa verið í fjögurra daga brúðkaupsveislu í borginni Campo Grande í Brasilíu. Rútuferðin frá Campo Grande hafði tekið 14 tíma — sem ég svaf af mér all flesta þó svefninn hafi hvorki verið djúpur né samfelldur. Réttara sagt þá svaf ég fyrri hluta rútuferðarinnar og einnig seinasta hlutann. Um miðbik ferðarinnar var ég andvaka sökum óvissu. Skömmu eftir að rútuferðin hófst…

Read More Read More

Hestar og köngulær ?>

Hestar og köngulær

Eftir að hafa eytt tveimur morgnum með villtum dýrum þá var í morgun kominn tími á að kynnast betur húsdýrum staðarins. Við skelltum okkur í útreiðartúr á nokkrum hestum búgarðsins. Við riðum þrettán kílómetra hring um svæðið sem tilheyrir búgarðinum. Mestur hluti túrsins var farinn í hægagandi en af og til hleyptum við hestunum á trott og gallop. Ég er ekki meiri hestamaður en það að ég hef ekki nokkra hugmynd um það hvaða gangtegundum íslenska hestsins trott og gallop…

Read More Read More

Piranha fiskar og vampíru leðurblökur ?>

Piranha fiskar og vampíru leðurblökur

Líkt og í gær var dagurinn í dag tekinn snemma. Klukkan fimm árdegis lögðum við af stað akandi með kanóa í eftirdragi. Um það bil tíu kílómetrum ofan við Barranco Alto búgarðinn renndum við kanóunum út í Svartá og héldum af stað niður ánna. Það var svolítið sérstök tilfinning að róa niður kaffibrúna ánna með smá krókódíla svamlandi í kring og vitandi af piranha fiskum syndandi undir yfirborðinu. Þó svo að bæði krókódilar og piranha fiskar séu tannbeittar skepnur þá…

Read More Read More