Í fótspor Maradona
Eftir morgunkaffið fetaði ég í fótspor Diego Armando Maradona og fékk mér göngutúr um La Boca hverfið í Buenos Aires. Líkt og fótboltakappinn þá hefur La Boca hverið sínar björtu hliðar sem og sínar skuggahliðar. Hverfið var upprunalega byggt fyrir ítalska verkamenn og er eitt af fátækari hverfum borgarinnar. Hluta hverfisins er vel haldið við og er eins konar Árbæjarsafn með skrautlega máluðum, uppgerðum húsum, veitingastöðum, minjagripaverslunum, sölubásum og hverju öðru sem á að höfða til ferðamanna. Aðrir hlutar hverfisins…