Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Matagalls ?>

Matagalls

Ég vaknaði heldur hissa í morgun. Hissa yfir því að vera laus við harðsperrur þrátt fyir langan og erfiðan hjólatúr gærdagsins. Dagurinn virtist því tilvalinn fyrir fjallgöngu. Eftir vel útilátinn morgunmat setti ég stefnuna á Matagalls (1697m) — einn af hærri tindum í Montseny þjóðgarðinum. Leiðin lá í gegnum skóglendi upp sæmilega bratta hlíð. Hlíðin var að minnsta kosti nógu brött til þess að taka aðeins í kálfana og lærin. Ég fann það fljótt að jafnvel þótt ég væri laus…

Read More Read More

Barcelona — Montseny ?>

Barcelona — Montseny

Ég vaknaði snemma á öðrum degi í sumarfríi. Ég fékk mér kaffi og smá morgunmat áður en ég kláraði að pakka niður nokkrum flíkum og útbúa nesti. Klukkan sjö var ég kominn út á götu með hjólið mitt tilbúinn að leggja af staði í fríið. Fyrsti hluti ferðarinnar lá í gegnum norðurhluta Barcelona í átt að þjóðvegi BV-5001. Ég hafði ekki nennt að taka með mér borgarkort af Barcelona og varð því að þræða göturnar eftir minni. Ég hafði aldrei…

Read More Read More

Barcelona — Montserrat ?>

Barcelona — Montserrat

Ég var snemma á fótum á þessum fyrsta degi í sumarfríi. Ég fékk mér kaffi og með því og útbjó smá nesti. Klukkan hálf níu hitti ég svo vinnufélaga minn eins og um hafði verið samið fyrir utan dyrnar hjá mér. Það að hitta vinnufélaga snemma morguns er kannski ekki dæmigerð lýsing á fyrsta degi í símarfríi. Hljómar heldur eins og fyrsti dagur eftir sumarfrí. Það var nú hins vegar engin hefðbundin vinna sem beið okkar vinnufélaganna þennan laugardagsmorgun. Þvert…

Read More Read More

Kortagleypir ?>

Kortagleypir

Ég fékk mér hádegismat í dag, sem og aðra daga. Á leiðinni á veitingastað dagsins ákvað ég að skreppa í hraðbanka til þess að geta borgað fyrir matinn. Viðutan eins og ég er þá setti ég kortið mitt hugsunarlítið í þar til gerða rauf og sleppti. Ég er nú vanur því að eftir að ég sleppi kortinu þá sé vél sem tekur við því. Í dag var öldin önnur. Engin var vélin til þess að taka á móti kortinu. Þess…

Read More Read More

Lífið er saltfiskur ?>

Lífið er saltfiskur

Ég bjó í tuttugu og fjögur ár á Íslandi án þess að elda nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég fann aldrei hjá mér sérstaka löngun til þess að matreiða slíkan fisk. Eftir að hafa búið í þrjá og hálfan mánuð í Barcelona fannst mér það synd og skömm að hafa búið hér í svo langan tíma án þess að matreiða nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég eldaði íslenskan saltfisk í kvöldmatinn fyrir mig og foreldrana. Matreiðslan gekk prýðisvel. Ég bauð upp á…

Read More Read More

Montserrat ?>

Montserrat

Í tilefni þess að foreldrar eru í heimsókn þá var farið í smá ferðalag. Leiðin lá til Montserrat, fjallagarðs í nágrenni Barcelona. Í 700 metra hæð yfir sjávarmáli er Santa María de Montserrat, munkaklaustur Benediktusar munka. Klaustur þetta telst vera einn heilagasti staður Katalóníu. Mesti dýrgripur klaustursins er líkneski meyarinnar Maríu. Til þess að berja líkneskið augum þarf að ganga inn eftir hliðarskipi kirkjunnar og upp á loft yfir altarinu. Þar gengum við túrhestarnir í halarófu. Í kikjunni sjálfri fór…

Read More Read More

Laugardagsrúnturinn ?>

Laugardagsrúnturinn

Ég hélt mig innan borgarmarkanna á laugardagshjólarúntnum að þessu sinni. Ég hjólaði um vinstrihluta borgarinnar. Leiðin lá niður að og upp á Montjuic og til baka. Stuttur og áreynslulítill túr þessa helgina. Meðfylgjandi myndir endurspegla nokkuð vel það sem fyrir augu bar á leiðinni.

Hjólaferð ?>

Hjólaferð

Þar sem að það var langt um liðið síðan ég hjólaði seinast þá taldi ég skynsamlegast að fá mér auðveldan hjólatúr í dag. Hjóla kannski niður að sjó og meðfram ströndinni. Tilvalið væri að slaka á og venjast hjólinu. Skynsemis röddin er hins vegar ekki sú rödd sem gellur hæst í mínu höfði þegar kemur að hjólaferðum. Í stað þess að taka daginn rólega á ströndinni ákvað ég þvert á móti að halda til fjalla. Nánar tiltekið skellti ég mér…

Read More Read More

Hjól á ný ?>

Hjól á ný

Eftir tvo og hálfan hjóllausan mánuð í Barcelona þá fannst mér kominn tími á að skella mér á hjól. Þó svo að neðanjarðarlestakerfið hér í borg sé í fínasta lagi þá var mér farið að kitla í iljarnar að fá að setja fæturna á pedala. Fyrr í vikunni skrapp ég til hjólasala í nágrenninu og pantaði mér eitt stykki hjól. Ég fékk það síðan afhent í dag. Æ hvað það var góð tilfinning að skella sér á hjólhestbak á ný….

Read More Read More