Matagalls
Ég vaknaði heldur hissa í morgun. Hissa yfir því að vera laus við harðsperrur þrátt fyir langan og erfiðan hjólatúr gærdagsins. Dagurinn virtist því tilvalinn fyrir fjallgöngu. Eftir vel útilátinn morgunmat setti ég stefnuna á Matagalls (1697m) — einn af hærri tindum í Montseny þjóðgarðinum. Leiðin lá í gegnum skóglendi upp sæmilega bratta hlíð. Hlíðin var að minnsta kosti nógu brött til þess að taka aðeins í kálfana og lærin. Ég fann það fljótt að jafnvel þótt ég væri laus…