Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Lygalestur ?>

Lygalestur

Eftir misheppnaðan mars þá gekk það lygilega vel að standa við áætlun mína um að klára þrjár bækur í apríl mánuði. Þessi árangur skýrist að miklu leyti af því að hann er lygi. Þó ég sjái mig tilneyddan til þess að hagræða sannleikanum eilítið, þá er ég glaður yfir því að hafa náð markmiði mínum um að leggja þjár bækur til hliðar í apríl. Fyrsta bók mánaðarins var hljóðbókin In the Plex: How Google Thinks, Works, and Shapes Our Lives…

Read More Read More

Marslestur ?>

Marslestur

Eftir að hafa lokið við að lesa eða hlusta á þrjár bækur á mánuði í janúar og febrúar þá riðlaðist lestrarplanið í mars. Ég náði einungis að klára tvær bækur. Eina hljóðbók og eina kilju. Fyrri bók mánaðarins var hljóðbókarútgáfa Born to Run eftir Crhistopher McDougall. Eins og titillinn bendir til þá er megin þema bókarinnar að leiða að því rökum að mannfólkið sé fætt til þess að hlaupa. Eins og langhlaupurum sæmir þá fer Chris yfir víðan völl í…

Read More Read More

Febrúarbækur ?>

Febrúarbækur

Fyrir mánuði síðan kom ég út úr bókaskápnum, viðurkenndi lestrarleti mína, hleypti lestrarátaki af stokkunum og tilkynnti umheiminum frá því að ég stefndi að því að klára þrjár bækur í hverjum mánuði þessa árs. Nú er febrúar senn liðinn og rétt að greina frá því hvernig mér miðar áfram. Í síðustu færslu steig ég varlega til jarðar með því að skilgeina markmið mitt þannig að bók teldist með ef hún væri kláruð í mánuðinum, óháð því hvenær ég byrjaði á…

Read More Read More

Má ég gista hjá þér í nótt? ?>

Má ég gista hjá þér í nótt?

Ég gekk í gærkvöldi eftir stræti í Barcelona, á heimleið heim eftir að hafa spjallað við vin minn yfir bjór á kránni, þegar ung kona stöðvaði mig á förnum vegi. „Má ég gista hjá þér í nótt?“ spurði hún. Það tók mig nokkur andartök að melta spurninguna. Hún gekk á lagið og hélt áfram að flytja sitt mál. „Ég bý á götunni. Sef í anddyrum banka. Það er mjög hættulegt fyrir konur, þú veist. Má ég gista hjá þér? Bara…

Read More Read More

Janúarlestur ?>

Janúarlestur

Ég hef verið óánægður með það undanfarið hversu óduglegur ég hef verið við bókalestur. Til þess að gera bragarbót í þeim efnum ákvað ég í ársbyrjun að hrinda af stað lestrarátaki og einsetja mér að klára að minnsta kosti þrjár bækur á mánuði út árið 2013. Til þess að halda sjálfum mér við efnið þá taldi ég best að hóta sjálfum mér refsingu ef ég stæði ekki við fyrirheitið. Eftir talsverða íhugun þá ályktaði ég að hæfileg refsing fyrir brot…

Read More Read More

Ísland — Frakkland ?>

Ísland — Frakkland

Ég skrapp á tvo handboltaleiki í dag. Ég byrjaði á að sjá slaka Þjóðverja rúlla yfir enn slakari Makedóna. Síðari leikurinn var heldur meira spennandi þar sem ég sá Frakka merja nauman sigur á Íslendingum. Á milli leikja skellti ég mér á tapas stað til þess að safna orku fyrir átökin. Á leiðinni út af staðnum kom ég við á borði franskra stuðningsmanna og fékk lánaða hjá þeim andlitsmálningu sem ég notaði til þess að mála íslenskan fána á handarbakið….

Read More Read More

Af áramótaheitum ?>

Af áramótaheitum

Það var í sjálfu sér ekki mikill metnaður í áramótaheitunum mínum fyrir síðasta ár. Ég hugðist einungis gera þrennt á árinu: gefa út bók, selja hana í nokkrum milljónum eintaka og setjast í helgan stein. Þar sem að annað heitið var byggt á því fyrsta og það þriðja lauslega byggt á því öðru þá ákvað ég að byrja á því að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og gefa út bók. Bókaútgáfan gekk bara nokkuð vel. Handritið var…

Read More Read More

Borgarbarn í sjávarplássi ?>

Borgarbarn í sjávarplássi

Dvöl mín hér í Norður Patagóníu hefur verið eilítið frábrugðin því sem ég lagði upp með þegar ég lagði af stað hingað suður eftir. Eftir tveggja daga göngu upp að Svartavatni tók við tveggja daga rigning og magakveisa. Í stað þess að ganga á fleiri fjöll og sigla á kayak um gljúfur þá svaf ég – slakaði á og tók mér far yfir landamærin frá Argentínu til Síle — frá Bariloche til Puerto Montt. Í dag var magakveisan að mestu…

Read More Read More

Svartavatn ?>

Svartavatn

Ég fékk mér heitt súkkulaði í Svissnesku Nýlendunni (Colonia Suiza) eftir að hafa lokið tveggja daga göngutúr upp að Svartavatni (Laguna Negra) í Nahuel Huapi þjóðgarðinum í argentínska hluta Norður Patagóníu. Gangan hófts daginn áður í útjaðri Svissnesku Nýlendunnar. Ég þrammaði í rólegheitunum eftir vel merktri leið í gegnum fallegan skóginn. Það má segja að ég hafi sniglast áfram með húsið mitt bakpokann minn á bakinu. Leiðin var í sjálfu sér ekkert strembin en þar sem ég var með um…

Read More Read More

Boca Juniors, bakpoki og marijuana ?>

Boca Juniors, bakpoki og marijuana

Ég var feginn að fá bakpokann minn í hendurnar á umferðarmiðstöðinni í Bariloche í Norður Patagóníu. Þegar ég afhenti hann starfsmanni rútunnar á umferðarmiðstöðinni í Buenos Aires tuttugu og einum tíma áður þá kvartaði starfsmaðurinn yfir því að ég væri í rangri treyju. Honum líkaði ekki við Boca Juniors treyjuna sem ég hafði keypt daginn áður á göngu minni um Boca hverfið í Buenos Aires. Þegar ég hafði komið mér fyrir í mínu sæti þá velti ég því fyrir mér…

Read More Read More