Súkkulaðihlaup ?>

Súkkulaðihlaup

Hlaupatúr dagsins var í tvennu lagi. Fyrst hljóp ég niður í bæ. Þar hitti ég nokkra vinnufélaga sem ég hafði mælt mér mót við. Við hlupum síðan saman tæplega níu kílómetra fram og til baka meðfram ströndinni. Eftir hlaupin settumst við niður á kaffihúsi og fengum okkur kaffi og súkkulaðitertu með súkkulaðisósu til þess að reyna að ná til baka kaloríunum sem töpuðust á hlaupunum. Eftir súkkulaðitertuna var ég ekki í formi til að hlaupa aftur heim (þetta var greinilega ekki formkaka). Ég tók því neðanjarðarlestina til baka.

Skildu eftir svar