Hjól á ný ?>

Hjól á ný

Eftir tvo og hálfan hjóllausan mánuð í Barcelona þá fannst mér kominn tími á að skella mér á hjól. Þó svo að neðanjarðarlestakerfið hér í borg sé í fínasta lagi þá var mér farið að kitla í iljarnar að fá að setja fæturna á pedala. Fyrr í vikunni skrapp ég til hjólasala í nágrenninu og pantaði mér eitt stykki hjól. Ég fékk það síðan afhent í dag. Æ hvað það var góð tilfinning að skella sér á hjólhestbak á ný.

Þó svo að ég sé síður en svo óvanur hjólreiðum þá á ég von á að það taki mig svolítinn tíma að læra að hjóla hér í borg. Eftir að hafa búið í sex ár í Amsterdam þá er ég ansi góðu vanur hvað varðar aðstöðu til hjólreiða. Hér í Barcelona eru hins vegar hjóla akreinar af skornum skammti og fótgangandi vegfarendur á gangstéttum. Þar að auki eru bílstjórar ekki vanir mikilli hjólaumferð.

Skildu eftir svar