Olot ?>

Olot

Olot church

Tók því rólega í dag. Markmiðið var að safna kröftum fyrir seinustu daga ferðarinnar. Ég byrjaði daginn á eldfjalla safni Olot. Á safninu má kynnast jarðfræðinni á bak við (eða réttara sagt fyrir neðan) eldfjöll. Eldfjöllum nágrennisins eru að sjálfsögðu gerð sérstök skil. Olot er höfuðstaður Garroxta svæðisins og liggur á milli margra kulnaðra eldfjalla. Bærinn er innan þjóðgarðar sem kallast Zona Volcanica.

Reflection in a pond
Bridge in Parc Nou
Bridge and its reflection
Parc Nou
Parc Nou

Fluvia river running through Olot

Eftir að hafa gert eldfjöllunum skil skrapp ég á héraðs minja safnið. Safnið lýsir atvinnuháttum og listum Garrotxa svæðisins síðustu árhundruðin. Þar er lýst tréverki, textíll og kolagerð. Listaverkin voru flest af Olot skólanum þar sem raunveruleikinn var aðal viðfangsefnið — náttúra og daglegt líf.

Eftir að hafa fengið mér hádegismat og eftirmiðdagslúr fannst mér ekki við hæfi að eyða heilum degi hér í bænum án þess að rölta upp á eitt eldfjall eða svo. Ég skellti mér því upp á Volca del Monsacopa — eldfjall í útjarðri bæjarins. Eldfjall er nú kannski ofmæli. Réttara sagt er um eldhól að ræða — upphlaðinn gíg. Ég rölti einn hring um gíginn og naut útsýnisins.

View from Volca del Montsacopa
Mountains and mist
Bricks and branch
Ermita de Sant Francesc
Olot from Volca del Montsacopa

Settist svo niður á kaffihúsi og fletti í gegnum dagblað áður en ég fór til baka á hótelið til þess að skipuleggja næstu daga. Planið var nú ekki sérlega beisið (ég ræðst inn og þú umkringir pleisið). Fleiri eldjfjöll á morgun og svo hjólaferð til Figueres á laugardag. Það var hins vegar einn þáttur sem gat sett strik í reikninginn. Samkvæmt veðurfréttunum var von á hellidembu um eftirmiðdag morgundagsins og allan laugardaginn.

Skildu eftir svar