Borgarbarn í sjávarplássi ?>

Borgarbarn í sjávarplássi

father and son

Dvöl mín hér í Norður Patagóníu hefur verið eilítið frábrugðin því sem ég lagði upp með þegar ég lagði af stað hingað suður eftir. Eftir tveggja daga göngu upp að Svartavatni tók við tveggja daga rigning og magakveisa. Í stað þess að ganga á fleiri fjöll og sigla á kayak um gljúfur þá svaf ég – slakaði á og tók mér far yfir landamærin frá Argentínu til Síle — frá Bariloche til Puerto Montt.

yawn

Í dag var magakveisan að mestu liðin hjá en ekkert lát var á rigningunni. Ég lét þó vætuna ekkert á mig fá, skellti mér í pollagallann og fékk mér göngutúr um Puerto Montt. Það fyrsta sem kom upp í minn saklausa borgarbarns huga þegar ég rölti um bæinn var að hann væri ekki ósvipaður íslensku sjávarplássi — ekkert fyrir ferðamenn að gera nema taka myndir af bátunum í höfninni, kirkjunni og minnismerkinu um óþekkta sjómanninn. Ég tók því myndir af bátunum í höfninni og kirkjunni. Ég fann hins vegar ekki minnismerkið um óþekkta sjómanninn en tók þess í stað mynd af rostungi sem svamlaði í sjónum.

Að myndatöku lokinni þá snéri ég aftur til míns hefðbundna borgarbarns lífernis. Ég skellti mér í Kringluna til þess að þurrka pollagallann og væta kverkarnar. Ég fékk mér sæti á kaffihúsi, hékk á netinu og uppfærði dagbókina á meðan ég beið eftir að tími væri kominn til þess að halda ferð minni áfram — norður til stórborgarinnar Santiago.

Comments are closed.