Santa Clara
Vaknaði klukkan hálf átta í morgun í Santa Clara, CA (PST). Mér finnst nokkuð vel af sér vikið þar sem að ég vaknaði einig klukkan hálf átta í gærmorgun í Barcelona, ES (CET). Það sem bjargaði mér frá því að vera ekki á fótur fyrir allar aldir í morgun var að ég náði að halda mér vakandi fram eftir miðnætti í gærkvöldi.Ég var þó orðinn talsvert þreyttur undir lokin eftir að hafa verið vakandi í um 26 tíma.
Í dag er stefnan teki á San Francisco með nokkrum vinnufélögum. Svo tekur við vika af fundum áður stefnan verður sett á aðra helgi í SF. Meira um það síðar …