Síðasta vika ?>

Síðasta vika

Eftir atburði síðustu viku get ég hiklaust mælt með …

FC Barcelona players

… að skella sér á Camp Nou og sjá Barça spila. Það er ekki amalegt að sjá leikmann með íslenskt blóð í æðum koma inn á sem varamaður og skora sigumark leiksins. Og þó. Nema kannski ef íslenska blóðið er rækilega útþynnt í líkama Jon Dahl Tomasson sem skorar sigurmark Villarreal á móti Barça.

The Cure

… að sjá The Cure spila á tónleikum í Palau Sant Jordi ásamt 20.000 öðrum áhagendum. The Cure eru svo sannarlega ekki feimnir við að spila gömul og góð lög.

… tapas.

… að borða austurlennskan mat. Mæli sértaklega með El Japonés og I Wok You.

… að panta tímanlega borð á El Passadís del Pep. Fyrir þá sem gleyma því samt þá er tilvalið að skella sér á Can Sole í Barceloneta. Frábær fiskur. Ég mæli hins vegar með að fara varlega í að fá sér Remi Martin XO eftir matinn … það er hætta á því að það hafi staðið aðeins of lengi í sólinni úti í glugga. Þess í staðinn mæli ég með að ljúka máltíðinni á orujo frá Galicia.

Skildu eftir svar