Skrapp á kaffihús í ?>

Skrapp á kaffihús í

Skrapp á kaffihús í morgun og fékk mér morgunkaffi og eplaköku. Fletti í gegnum de Volkskrant um leið og ég sötraði á kaffinu. Ég get nú ekki sagt að ég hafi skilið mikið af því sem stóð í blaðinu en gat þó nokkurn veginn áttað mig á hvað nokkrar greinar snérust um með því að lesa fyrirsagnir og fyrstu línurnar. Ég sá einnig evrópukort sem var auðskilið og gat lesið af því að hitastigið í Amsterdam var tvær gráður en níu gráður í Reykjavík.

Skildu eftir svar