Allur ís var horfinn ?>

Allur ís var horfinn

Allur ís var horfinn af síkjunum í morgun en smá snjóföl var ennþá á gangstéttum.

Ég er að hugsa um að kaupa mér hjól á næstunni. Það eru fjórir verðflokkar á hjólum hér í borg. Í fyrsta lagi eru til búðir sem selja ný hjól á 1000-1500NLG. Einnig eru til búðir sem selja notuð hjól. Prísinn þar er annað hvort 250NLG fyrir betri gerðina af notuðum hjólum og 125NLG fyrir verri gerðina. Hjólin sem fást í þesssum búðum eru nýuppgerð og með þriggja mánaða ábyrgð. Ódýrustu verðskránna hafa hins vegar dópistar. Þeirra helsta tekjulind er að stela hjólum og selja þau á 20-30NLG. Síðast nefndu viðskiptunum fylgir að vísu hætta á að vera handtekinn fyrir viðskipti með stolna vöru og þurfa að dúsa nokkra tíma í fangelsi og greiða 500NLG í sekt. Þar sem ég er frekar áhættufælinn og löghlýðinn að eðlisfari hef ég ákveðið að skella mér á löglegt notað hjól í ódýrari flokknum.

Skildu eftir svar