Eyddi deginum í að ?>

Eyddi deginum í að

Eyddi deginum í að reyna að vinna upp það sem ég nennti ekki að læra í gær. Það gekk bara að mestu leyti ágætlega. Ég og Hanno, þýskur kunningi minn, eyddum tímanum milli 18:00 – 23:30 í að reyna að leysa verkefni í Recursion Theory sem samkvæmt kennslubókinni átti að vera auðleysanlegt. Við náddum nokkurn vegin að leysa verkefnið. Þó afköstin hafi ekki verið mikil í verkefnalausnum mælt þá "framleiddum" við mikið af auknum skilningi.

Eftir lærdóminn kíktum við til vinar hans Hanno og horfðum á tvær bíómyndir og drukkum bjór. Ég veit ekki hvort það eigi að tilheyra þessari dagbókarfærslu eða dagbók morgundagsins en þá var ég ekki kominn heim fyrr en kl.5:30 (Þ.e. ég kom heim kl.5:30 í fyrramálið (Er þetta það sem kallast þáframtíð?)).

Skildu eftir svar