Ég vil allra síst ?>

Ég vil allra síst

Ég vil allra síst fara að gerast talsmaður Microsoft en verð að viðurkenna að MSN Messenger er afar góð leið til að vera í sambandi við vini og vandamenn. Í dag átti ég rauntíma samtal við vini mína á Íslandi og í Bandaríkjunum með því að nota Messengerinn. Tal um Microsoft minnir mig annars á svolítið sem kennarinn minn í Recursion Theory sagði. Þegar við vorum að tala um tengsl reiknanleika og endurkvæmra falla sagði hann eftirfarandi: "menn áttuðu sig á því löngu áður en Windows kom að til væru reiknirit sem myndu lenda í óendanlegri lykkju" (sem myndu "frjósa"). Alan Turing vissi að slík reiknirit væru til en honum hefur líklega ekki látið sér detta það í hug að nokkur gæti selt svo mikið af þeim að hann yrði ríkasti maður í heimi.

Skildu eftir svar