Ég varð fyrir stórkostlegri ?>

Ég varð fyrir stórkostlegri

Ég varð fyrir stórkostlegri lífsreynsu í dag. Það var í tíma í Recursion Theory. Kennarinn setti fram spurningu og gaf okkur smá tíma til að hugleiða hana áður en hann gæfi svarið. Að umhugsunartímanum loknum hóf hann að greina frá svarinu á hollensku. Í þann mund sem ég ætlaði að biðja hann um að skipta yfir í ensku varð mér ljóst að ég skildi hvað hann hafði sagt. Ég skildi það kannski ekki frá orði til orðs en nóg til að geta áttað mig á hvert svarið var við spuriningunni. Eftir að hafa gefið svarið áttaði kennarinn sig á að hann var að tala hollensku, baðst afsökunar og byrjaði upp á nýtt, nú á ensku. Þetta var í fyrsta sinn sem ég skil hollenska setningu, þ.e. setningu sem er ekki algerlega fáfengileg, s.s. eins og "góðan daginn", "gjörðu svo vel", o.s.frv.

Skildu eftir svar