Tók daginn heldur seint
Tók daginn heldur seint vegna þreytu eftir gaman gærdagsins. Úr varð vel heppnaður hvíldardagur. Ákvað að kóróna hvíldina með því að skella mér út að borða í stað þess að elda sjálfur. Ég fann afar huggulegan portúgalskan stað í nágreninu. Fékk mér saltfisk að hætti Portúgala. Afar vel heppnuð máltíð.