Fyrir tæpum tveimur vikum

Fyrir tæpum tveimur vikum

Fyrir tæpum tveimur vikum lýsti ég yfir upphafi heilsuátaks. Ástæðan var sú að ég hafði drifið mig út að skokka. Ég endurtók leikinn í dag. Það sem í upphafi var heilsuátak hefur því umbreyst í heilsuátök. Svo er bara að vona að á morgun verði ég ekki með óbærilegar harðsperrur á helstu átakasvæðunum (þ.e. kálfunum og framanverðum lærunum).

Skildu eftir svar