Á neðstu hæðinni í ?>

Á neðstu hæðinni í

Á neðstu hæðinni í húsinu þar sem ég bý er stórt ónotað svæði. Það var þar sem áðurnefnt sundlaugarpartí var haldið (sjá föstudaginn 2. febrúar). Þegar ég kom heim seinnipartinn í dag var búið að opna kaffihús í þessu rými. Það voru nokkrir íbúar neðstu hæðarinnar sem höfðu borið þangað borð og stóla úr herbergjum sínum. Þeir seldu te, kaffi, léttvín og bjór. Til að kóróna myndarskapinn buðu þeir upp á lifandi tónlist. Um var að ræða trúbador sem söng hátt, bæði með tilliti til tónhæðar og hljómstyrks. Þetta fannst mér nokkuð skemmtilegt framtak.

Skildu eftir svar