Það var gott að
Það var gott að vakna í morgun við sólskin og blíðu. Það var að vísu ekki sérlega hlýtt en svo sannanlega ekki kalt. Þetta var svona veður sem fær mann til að kaupa flugmiða til Kaupmannahafnar. Það var einmitt það sem ég gerði í dag.
Þegar ég var að borða hádegismatinn minn kom Nígerísk-ameríski nágranninn minn og bauð mér upp á hertan þorsk.