Við Dísa skruppum í
Við Dísa skruppum í dýragarðinn í Köln. Það er nokkuð skondið að fara í dýragarð að vetri til, þegar allir birninir eru í hýði. Nú get ég státað af því að hafa komist í návígi við ljón. Það voru aðeins um 10cm (og öryggisgler) sem skildu okkur að. Annars voru flest dýrin frekar þunglynd. Það var einna mesta lífið í steingerða fornaldar fisknum. Við misstum af því þegar Piranafiskarnir voru fóðraðir en sáum hins vegar hnakkana á fólki sem sá Piranafiskana fóðraða. Fórum í mötuneytið og skoðum ísbirnina. Þeir líta talsvert öðruvísi út Þegar búið er að breyta þeim í pylsur. Ég vorkenndi gíröffunum að þurfa að vera í kuldanum í Köln. Ég vona að þeir fái ekki hálsbólgu.