Í kvöld var samkoma ?>

Í kvöld var samkoma

Í kvöld var samkoma hjá röfræði deildinni (ILLC). Dagskráin var nokkuð athyglisverð og má segja að ég hafi orðið fyrir fyrsta kúltúrsjokki mínu hér.

  1. Kaffi og kökur
  2. Ný rannsóknarverkefni

    Kynning á nýjum rannsóknarverkefnum sem hafa hlotið styrk.
  3. Töframaður

    Töframaðurinn sýndi töfrabrögð sem á einhvern hátt tengdust rökfræði.
  4. Matur
  5. ILLC og iðnaðurinn

    Þrír aðilar komu frá iðnaðinum og kynntu sínar hugmyndir um það hvernig mætti tengja ILLC og iðnaðinn. Eftir að þetta fólk hafði kynnt sínar hugmyndir stuttlega var komið að starfsmönnum ILLC að láta í ljós sitt álit. Fyrstu tveir ræðumennirnir voru stærðfræðingar og í stuttu máli var þeirra skoðun að verkefni þremenninganna væru illa skilgreind og annað hvort óáhugaverð eða óframkvæmanleg. Ræða annars þeirra var afar ruddaleg á köflum og það var eins og hann væri að reyna eftir fremsta megni að gera lítið úr fólkinu. Sem betur fer gripu inn nokkrir víðsýnni menn og náðu að koma í veg fyrir slagsmál. Loka niðurstaða var að ekki var líklegt að bein samvinna væri líkleg á milli ILLC og iðnaðarins í að leysa verkefni en hins vegar væri nauðsynlegt að báðir aðilar fylgðust með hinum og reyndu að læra hvor af öðrum.
  6. Beyond truth and meaning

    Ég bjóst við að fyrirlestur kvoldsins yrði um rökfræðileg efni. Hann byrjaði þannig en fljótlega fór fyrirlesarinn að ræða um búddisma. Megin efni fyrirlestrarins var um hvernig öðlast megi nirvana. Ég hef grun um að í fyrirlestrinum hafi verið sterk tengsl við rökfræði en ég er ekki nógu vel að mér til að sjá þau.
  7. Drykkja

Skildu eftir svar