Ég er búinn að
Ég er búinn að komast að því að það er lítill munur á því að hafa eina eða tíu sjónvarpsstöðvar. Þó að tíu stöðvar séu vissulega fleiri en ein þá er úrvalið af skemmtilegu sjónvarpsefni ekkert meira hér en heima á Fróni. Það er svosem ekki slæmt því að það er margt skemmtilegra hægt að gera en að horfa á sjónvarp.