Ég var á leiðinni
Ég var á leiðinni í eldhúsið þegar ég heyrði kunnuglegt þunglyndispopp hljóma handan hurðarinnar inn í herbergið á móti eldhúsinu. Við nánari athugun fór ekki á milli mála að það var verið að spila Sigur Rós handan hurðarinnar. Eigandi disksins var grísk nágrannakona mín. Hún hefur mikinn áhuga á Íslandi, aðallega sökum þess að Björk er hennar uppáhald. Mér skilst að Sigur Rós sé núna "næst" uppáhaldið hennar. Það er gott að vita að orð íslenskrar tónlistar berst víða (þó hljómurinn berist líklega víðar en orðin).
Þessi dagbókarfærsla er merkileg að því leyti að þetta er sú fyrsta sem ég færi á mína eigin tölvu. Það er mikill munur að geta slegið inn íslensku stafina jafn óðum. Áður þurfti ég að nota "replace" fídusinn í notepad.