Ég skellti mér í
Ég skellti mér í pool með finnska nágrannanum mínum í kvöld. Við byrjuðum á að spila "eightball" (venjulegt pool). Ég reið ekki feitum hesti frá þeim viðureignum. Seinna skiptum við yfir í "nineball". Sá leikur er þannig að níu kúlur eru á borðinu og þeim er skotið niður í sömu röð og þær koma fyrir í lengstu keðju í röðuninni {{1,2,3,4,5,6,7,8,9},<}. Ér reið mun vænni gæðingi frá þeim viðureignum. Líklega vegna þess að sá sem skýtur flestum kúlum í gat er ekki nauðsynlega sigurvegari (ekki heldur nægjanlega) heldur sá sem skýtur níunni í gat.