Ég skrapp ásamt tveimur
Ég skrapp ásamt tveimur nágrönnum mínum á markað í úthverfi Amsterdam. Það var meðal annars hægt að fá ferskan fisk á lægra verði en í stórmörkuðunum. Ég keypti mér laxbita og rækjur. Einnig keyptum við okkur saman fisk til að hafa í hádegismatinn. Þetta var frekar feitur bolfiskur, nokkurs konar hvítur lax. Við steiktum hann í smjöri og stráðum ferskri steinselju yfir. Borðuðum svo fiskinn ásamt hrísgrjónum, tómötum og brauði. Svo sannarlega vel heppnuð máltíð.