Á fyrsta degi apríl ?>

Á fyrsta degi apríl

Á fyrsta degi apríl mánaðar er er við hæfi að gabba eða vera gabbaður. Í dag var það ég sem var gabbaður. Ég var niðri í skóla að læra. Skyndilega fékk ég óstjórnlega löngun í súkkulaði. Ég hljóp því niður á næstu hæð og að snickers sjálfssalanum. Þar var hins vegar ekkert snickers að fá. Í stað þess að ég æti súkkulaði sjálfsalans þá át sjálfsalinn peningana mína. Ég sneri því snickerslaus til baka að bókunum. Ég er ekki viss um hverjum skuli veita heiðurinn fyrir að hafa náð að gabba mig. Skyldi hann eiga að falla í skaut súkkulaði-löngunar-heilastöðvarinnar eða til alheimssamtaka snickers sjálfsala?

Skildu eftir svar