Í dag fór ég
Í dag fór ég í fyrstu tímana í nýju kúrsunum mínum. Fyrst var það Autonomous Learning Systems (ALS). Kennarinn byrjaði á að spyrja (á hollensku) hvort það væri einhver í stofunni sem ekki skildi hollensku. Sem betur fer skildum við sem ekki skiljum hollensku hvað hann var að segja og gátum svarað spurningunni játandi. Námskeiðið verður því kennt á ensku. Áður en kennarinn fór að kenna baðst hann afsökunnar á klæðaburði sínum. Hann væri nefnilega að fara á fund á eftir og hefði þess vegna neyðst til að klæðast jakkafötum og bindi. Margt sniðugt var rætt í þessum tíma. Meðal annars sagði kennarinn okkur frá hollensku greiðslukortafyrirtæki sem notar tauganet til að greina neyslumynstur viðskiptavina sinna. Ef tauganetið greinir breytingar á neyslumynstrinu er hringt í korthafann og hann spurður hvort hann hafi nokkuð týnt kortinu sínu. Þetta hefur víst reynst afar nytsamlegt til að koma í veg fyrir misnotkun á stolnum greiðslukortum. Þetta hefur að sjálfsögðu einnig ónæði í för með sér. Til dæmis þegar kennarinn var á ferð í Egyptalandi fékk hann hringingu frá kortafyrirtækinu. Tauganetið hafði greint breytingu á neyslumynstri.
Seinna fór ég í fyrsta tímann í Introduction to Information Retrieval (IIR). Þar var kennarinn sem betur fer sómasamlega klæddur. Efni þess kúrs var ekki síður áhugavert og hins fyrri.