Kennarinn í Autonomous Learning
Kennarinn í Autonomous Learning Systems tilkynnti í dag að hann ætli ekki eingöngu að kenna okkur stærðfræðina á bak við lærdóms reiknirit. Hann ætlar einnig að sýna okkur hvernig hægt er að verða ríkur af því að búa til slík reiknirit. Hann veit um hvað hann er að tala því að sjálfur varð hann ríkur af slíkri iðju. Eitt af því sem hann er að fást við í dag er gera keppnisskútu sem stjórnað er af tölvum. Ég veit að vísu ekki hvort að það verkefni sé að gera hann ríkari eða fátækari en ég held að hann skemmti sér vel.