Í dag var síðasti
Í dag var síðasti skóladagurinn minn fyrir drottningardagsfríið. Á mánudaginn á er drottningardagurinn (raunar afmælisdagur drottningarmóðurinnar). Hollendingar hafa ekki þann sið sem tíðkast á Íslandi að gefa frí stöku sinnum í miðri viku. Hér er öllum frídögum smalað saman í eina viku (næstu viku).
Nágranni minn, Kanadískur laganemi, er brátt á leið yfir hafið á ný. Leigusamningur hans rennur út 30.apríl. Í leigusamningnum er þó sérákvæði sem segir að ef svo vill til að lok leigusamnings séu ekki á virkum degi, þá beri leigutaka að skila herberginu að morgni síðasta virka dags fyrir lok samningsins. Leiga er hins vegar greidd út mánuðinn. Þar sem á mánudaginn er drottningardagurinn þá þarf laganeminn að skila herberginu í fyrramálið. Eins og laganema sæmir hefur hann kynnt sér löggjöf New York fylkis (þar sem hann hefur aðsetur). Hann segir ekki útilokað að hann geti sótt stúdentagarðana til saka fyrir fáránlegan leigusamning.