Um miðjan daginn velti
Um miðjan daginn velti ég því fyrir mér hvort ég ætti ekki að skella mér á skauta í sólskininu. Ég ákvað að gera það um leið og ég hefði lokið verkefninu sem ég var að vinna fyrir skólann. Þegar ég hafði klárað verkefnið var farið að rigna. Þetta ætti að kenna mér að hanga ekki heima og gera tóma vitleysu, s.s. að læra, þegar ég get verið úti að leika mér í sólinni.