Kennarinn í iir var ?>

Kennarinn í iir var

Kennarinn í iir var nýkominn heim frá Fíladelfíu og ekki búinn að jafna sig á tímamismuninum. Hann var því ekki fyllilega vakandi í tíma í dag. Hann stóð sig samt furðuvel við að koma efninu til skila. Af og til stoppaði hann þó fyrirlesturinn og starði út í loftið eins og hann væri að reyna að átta sig á stund og stað. Líklegast hefur hann tekið myndvarpann með sér yfir hafið því að á honum voru einnig þreytumerki. Af og til slökkti hann á sér í smá tima en hrökk svo í gang aftur. Allavegana hegðuðu myndvarpinn og kennarinn sér eins.

Skildu eftir svar