Sumarið virðist ætla að
Sumarið virðist ætla að láta sjá sig á ný. Í dag var afar gott veður. Þó heiðskírt væri, sá ég ekki neinn stíga upp til himins. Hins vegar voru margir sem fengu sér bátsferð um síkin.
Hollendingar eru ekki mikið fyrir staka frídaga í miðri viku. Af trúarlegum ástæðum neyðast þeir hins vegar til að gefa frí í dag. Til að láta það ekki skemma gleðina þá gefa þeir einnig frí á morgun.