Til að kynnast betur ?>

Til að kynnast betur

Til að kynnast betur fræðunum að baki upplýsingaöflunarkerfum er ég að forrita mína eigin leitarvél. Viðfangsefni dagsins var að gera forrit sem býr til ranghverfa skrá (e. inverted file). Forritið les skráasafn og býr til eina skrá sem inniheldur öll orð sem koma fyrir í skrám safnsins. Hverju orði fylgir listi af skrám sem innihalda það. Áður var litið á hverja skrá sem mengi þeirra orða sem hún innihélt. Nú er litið á hvert orð sem mengi af þeim skrám sem innihalda það. Búið er að ranghverfa skráasafninu. Slík ranghverfð skrá flýtir mikið fyrir þegar leitað er í skráasafni.

Skildu eftir svar