Ég hjálpaði nágranna mínum
Ég hjálpaði nágranna mínum í dag að setja upp mastersritgerðina hans í Word. Ég hef undanfarið reynt mitt besta til að forðast það forrit. Viðureign mín við það í dag hefur sannfært mig enn betur um yfirburði LaTeX þegar kemur að því að setja upp texta sem spannar meira en eina blaðsíðu.