Fyrir þremur vikum síðan
Fyrir þremur vikum síðan sagði ég frá því þegar ég gerði mislukkaða tilraun til að skila af mér verkefnum í Autonomous Learning Systems. Ég gerði í dag aðra tilraun til að skila inn forritum. Þessi tilraun lukkaðist betur en sú fyrri. Öll sex forritin sem ég skilaði inn virkuðu sem skyldi. Mér létti mikið við að takast að skila þessu af mér. Nú get ég farið að einbeita mér að ritgerðinni sem ég þarf að skrifa fyrir þennan kúrs. Áður en ég byrja á ritgerðinni verð ég þó að finna mér efni til að skrifa um. Það eru þrjú skilyrði sem ritgerðarefnið þarf að uppfylla, það þarf að tengjast efni kúrsins, mér þarf að finnast það áhugavert og kennaranum þarf einnig að finnast það áhugavert. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti.