Ég notaði skinið milli ?>

Ég notaði skinið milli

Ég notaði skinið milli skúranna til að fá mér hjólatúr til næsta bæjar. Ég hjólaði til bæjarins Haarlem á vesturströnd Hollands, 20 km vestur af Amsterdam. Um það bil sem ég kom inn í bæinn byrjaði að hellirigna. Ég læsti hjólinu, dreif mig inn á kaffihús og fékk mér hressingu á meðan úrhellið stóð yfir. Þegar stytti upp fékk ég mér göngutúr um bæinn. Ég gekk uns ég fann hjólið mitt aftur. Ég yfirgaf Haarlem í þurru veðri og vonaði að ég næði heim áður en næsta skúr kæmi. Sú ósk rættist svo sannarlega ekki. Þegar ég hafði hjólað í nokkrar mínútur komu nokkrir dropar úr lofti. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Raunar eins og hellt væri úr bala eða jafnvel baðkari. Ég var vægast sagt rennandi blautur þegar ég kom heim eftir að hafa hjólað í klukkutíma í hellidembu.

Skildu eftir svar