Vaknaði klukkan 5:00 eftir ?>

Vaknaði klukkan 5:00 eftir

Vaknaði klukkan 5:00 eftir þriggja tíma svefn. Eftir að hafa skráð mig út af hótelinu hélt ég niður á aðalbrautarstöðina í Helsinki. Þaðan tók ég rútu út á flugvöll. Frá Helsinki flaug ég til Amsterdam.

Það var afskaplega óskemmtilegt bréf sem beið mín í herberginu mínu. Í því var sagt að þar sem leigusamningnum mínum lyki nú um mánaðamótin þá bæri mér að yfirgefa herbergið á næsta föstudag. Mér fannst þetta ekkert skemmtilegt því að ég taldi mig hafa ritað undir yfirlýsingu um að framlengja leigusamninginn fram í apríl á næsta ári. Ég sannfærðist þó fljótt um að þetta væri einhvers konar misskilningur og fór að sofa.

Eftir langan miðdegisblund fékk ég mér kvölmat. Eftir matinn fór ég í útibíó með nokkrum vinum mínum. Við sá um myndina Some Like it Hot með Marlyn Monroe.

Skildu eftir svar