Í morgun þurftum við ?>

Í morgun þurftum við

Í morgun þurftum við að nema allt okkar hafurtask á brott úr eldhúsinu. Ræstitæknar gerðu innrás, þrifu og hentu öllu sem í vegi þeirra varð. Þetta var ágæt aðferð til að losna við allt draslið sem fyrrum íbúar hæðarinnar höfðu skilið eftir sig. Eftir að tæknarnir höfðu yfirgefið svæðið gátum við flutt aftur inn í eldhúsið. Við notuðu einnig tækifærið og hentum þeim eldhúsáhöldum sem okkur fannst ekki sérlega girnileg til matargerðar.

Skildu eftir svar