Rökfræðideildin bauð upp á
Rökfræðideildin bauð upp á bátsferð um borgina til að halda upp á að nýtt skólaár er gengið í garð. Boðið var upp á bjór, vín og snittur. Þegar allir meistaranemarnir höfðu klárað úr nokkrum glösum var tekin mynd af hverjum og einum til að setja á heimasíðu deildarinnar. Ég er ekki viss um hversu skynsamlegt það er að andlit deildarinnar út á við séu drukknir meistaranemar.