Áramótaheit ?>

Áramótaheit

Þar sem tveir púkar koma saman, þar er áramót. Slík mót fara einatt fram djúpt í iðrum jarðar og eru því í hlýrra lagi — áramótaheit.

Um áramótin síðustu hét ég mér því að á þessu ári yrði ég duglegri við það að skrifa í dagbókina en ég var á síðasta ári. Ég hélt það yrði heldur fáfengilegt verkefni enda var ég sértaklega latur við dagbókarskrif á síðasta ári. Raunin hefur hins vegar verið önnur. Eða öllu heldur hafa raunirnar verið þær sömu. Allt eftir því hvernig á það er litið.

Ég hef hins vegar ákveðið að láta ekki deigan síga. Ég stefni enn ótrauður að settu marki. Hver veit nema mér takist kannski einhvern tíman á árinu að skrifa aðra dagbókarfærslu — og þá kannski með einhverju raunverulegu innihaldi.

Skildu eftir svar