Í morgunsárið leit út
Í morgunsárið leit út fyrir að ég myndi skila inn afar ófullnægjandi lausnum á heimaverkefnunum í Model Theory. Ég hafði setið í allan gærdag með sveittan skallann og reynt að leysa þessi verkefni. Árangur dagsins voru lausnir sem ég var viss um að væru rangar en ég vissi ekki hvar villan lá. Ég gerði því úrslita tilraun í morgun til að brjóta upp meinlokuna sem villan leyndist bak við. Eftir mikinn lestur og heilabrot þá tókst mér ætlunarverkið. Ég gat því skilað inn viðunandi lausnum.