Á miðvikudögum er gaman
Á miðvikudögum er gaman að hafa sjónvarp. Þá er sýnt beint frá meistaradeildinni. Ég eyddi kvöldinu fyrir framan skjáinn og horfði á PSV vinna Lazio. Auk þess að njóta fótboltans reyndi ég að læra hollensku með því að reyna að skilja hvað þulurinn var að segja. Þetta tel ég vera afar hjálplegt í baráttunni við að læra hollensku. Því eins og alkunna er þá eru íþróttaþulir miklir málfarssnillingar.