Í sumar gerði ég ?>

Í sumar gerði ég

Í sumar gerði ég smá breytingar á vefnum mínum. Það er að segja ég umbreytti öllum html kóðanum mínum yfir í xml kóða. Ég bjó síðan til forrit sem breytti xml kóðanum til baka yfir í html kóða. Eftir þessi umskipti er mun auðveldara að viðhalda vefnum. Þar sem xml kóðinn minn inniheldur talsverðar merkingarfræðilegar upplýsingar þá ætti einnig að verða auðveldara að laga hann að næstu kynslóð vefjarins, The Semantic Web (Hvenær sem hún mun svosem líta dagsins ljós).

Sumarbreytingarnar voru ekki allar til hins betra. Til dæmis þá var útlitshönnunin ekki lengur Netscape samhæfð. Vefurinn leit því afar illa út í þeim vafra. Ég eyddi talsverðum tíma dagsins í dag við að reyna kippa þessu í liðinn. Ég vona að mér hafi tekist það að mestu leyti.

One thought on “Í sumar gerði ég

Skildu eftir svar