Á morgun hefst OZSL ?>

Á morgun hefst OZSL

Á morgun hefst OZSL Schoolweek í Nunspeet. Í næstu viku fellur niður öll hefðbundin kennsla í raunvísindadeild UvA. Þessa viku nota rökfræðingar í Hollandi til að kynna sig og sín verkefni. Rökfræðingar og rökfræðinemar frá öllum helstu háskólum Hollands munu hittast í Nunspeet og eyða viku í að halda fyrirlestra, hlusta á fyrirlestra, skemmta sér og skemmta öðrum.

Þar sem ég verð í Nunspeet alla næstu viku þá mun ég ekki uppfæra dagbókina rafrænt á þeim tíma. Ég ætla samt að halda áfram að færa dagbók og mun koma henni á netið þegar ég kem heim til baka til Amsterdam.

Skildu eftir svar