Ég vaknaði í morgun ?>

Ég vaknaði í morgun

Ég vaknaði í morgun alklæddur. Það hafði tognað lítið eitt úr stundarkorninu sem ég hafði ætlað mér til kraftasöfnunar kvöldið áður og ekkert hafði orðið af barferðinni. Ég vaknaði því hress og endurnærður. Ég hafði því næga orku til að fara á barinn. Ég lét það þó eiga sig og lét mér nægja morgunmat.

Fyrirlestrar dagsins voru svipaðir fyrirlestrum sunnudagsins að því leyti að menn kynntu sínar rannsóknir. Að þessu sinni voru það kennarar sem kynntu sig og sín verk. Þessir fyrirlestrar voru einnig misjafnir. Eins og áður þá heppnuðust þeir þeim mun betur sem fleiri tæknilegum smáatriðum var sleppt.

Síðdegis var haldið til baka til Amsterdam.

Skildu eftir svar