Þar sem ég hafði ?>

Þar sem ég hafði

Þar sem ég hafði hugsað mér að baka kökur handa nágrönnum mínum á morgun þá skrapp ég í stórmarkaðinn til að kaupa hráefni. Svo virðist ekki vera að Hollendingar séu mikið fyrir að baka. Í stórmarkaðnum fékkst ekki lyftiduft. Því var ekki útlit gott fyrir kökubakstur. Ég keypti þó hráefni í pönnukökur.

Fyrir tæpum níu vikum síðan hóf ég lestur á bókinni Atlas Shrugged eftir Ayn Rand. Nú, 1069 blaðsíðum síðar, hef ég lokið lestrinum. Bókin fjallar um manninn sem sagðist ætla að stöðva mótor heimsins og stóð við það. Þessi bók er hreint og beint frábær lesning.

Skildu eftir svar