Ég eyddi deginum í
Ég eyddi deginum í að rembast við að leysa Modal Logic heimadæmi sem ég hafði trassað að gera alla vikuna. Ég gaf mér þó tíma um hádegisleytið til að gerast 25 ára. Eftir kvöldmatinn hélt ég svo upp á afmælisdaginn með því að baka pönnukökur handa nágrönnunum. Þeir þökkuðu fyrir sig með því að gefa mér afmælisgjafir. Ég fékk nýsjálenskan upptakara, Kraftwerk geisladisk, súkkulaði og bjór.